félag

áhugamanna

um tréskurð

Félagsmenn geta allir orðið sem áhuga hafa á tréskurði.  Tilgangur félagsins er að efla og kynna tréskurð á íslandi.  Félagið stendur fyrir útgáfu á fréttabréfi, heldur sýningar á verkum félagsmanna og miðlar fræðslu- og kynningarefni.

Velkomin í félagið

 

Félag áhugamanna um tréskurð, FÁT, var stofnað 1996 og voru félagsmenn þá um 90 manns.  Félagið stendur fyrir nokkrum viðburðum á hverju ári eins og opnum húsum, aðalfundi, útgáfu fréttabréfs og vorsýningu.  Félagsmenn eru hvattir til að koma með hugmyndir og ábendingar um allt sem tengist tréskurði og hægt er að miðla áfram til félagsmanna.

 

FORMAÐUR

Félagið

Félag áhugmanna um tréskurð var stofnað 1996.  Stofnfundur var haldinn á Hótel Loftleiðum í Reykjavík.  Á fundinum voru 90 manns og gengu allir í félagið.  Strax varð mikill áhugi og voru félagar fljótlega orðnir um 200 manns.  Fyrsti formaður félagsins var Evert Kr. Evertsson.

FÉLAGS

SKAPURINN

Í upphafi kom í ljós mikill áhugi á útgáfu fréttabréfs sem nefnt var brýnið.  Nafnið þótti spegla tvíþættan tilgang.  Miðlun upplýsinga er varða tréskurð og hagsmuni skurðlistamanna, einnig til að "brýna" liðsandann og hvetja félagsmenn til dáða.

FÉLAG ÁHUGAMANNA UM TRÉSKURÐ

F.Á.T.